Atli Freyr Sveinsson
Atli 450 lit

Framkvæmdastjóri
atli@islenska.is

Atli er annar tveggja framkvæmdastjóra og aðaleigenda Íslensk. Fágæt blanda af Skagfirðingi, íslenskufræðingi og markaðsmanni. Atli stúderaði markaðsvísindi við Strathclyde háskóla í Skotlandi.  Hann hefur glöggt auga fyrir tækifærum fyrir hönd viðskiptavina sinna, er raunsæismaður og alveg ófær um að sykurhúða eða gylla nokkurn skapaðan hlut. Þannig hefur hann t.d dregið lattelepjandi kaffihúsatrefla í hönnunardeildinni út í Bónus til þess að sýna þeim hvernig almenningur verslar.

Erfitt tekur daginn – ómögulegt tekur viku

Águsta Þórðardóttir
Gusta_Mynd

Hönnuður
agusta@islenska.is

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn,
þótt margur efist um það á tímabili.
– Halldór K. Laxness

Baldur Baldurson
Web

Creative/Copy
baldur@islenska.is

Baldur.  Aka Don Balli Fönk aka Funk Sinatra aka Der Funkmeister aka El Loco Lobo Comer Huevos. Fer létt með að verpa hugmyndum, sjóða þær steikja eða spæla þangað til úr verða úrvals auglýsingaherferðir. Nunca subestimes el poder del lobo.

Berglind Arnardóttir
Berglind Laxdal
Berglind Pétursdóttir
Björn Hermann Jónsson
Brynjar Guðnason
Dagbjört Valdimarsdóttir
Dagbjort 450 lit

Bókhald
dagbjort@islenska.is

Við höfum á síðustu árum gengið í gegnum ýmislegt, eitt stykki efnahagshrun, eldgos, Eurovision á hverju ári, en enginn hefur séð Dagbjörtu í uppnámi. Það lýsir henni ágætlega.

Dóri Andrésson
doriandresson_islenska

Hönnuður
dori@islenska.is

Friðbjörn Sveinbjörn Gunnarsson listfræðingur lýsti eitt sinn Dóra sem renessans manni sem sæi perfeksjónina í imperfeksjóninni, sem áttaði sig á því að fegurðin væri ómöguleg án ljótleikans og að vektorar og pixlar kæmu aldrei í staðinn fyrir tilfinninguna við að dýfa höndunum í heitan farva og finna ilminn af nýprentuðu pergamenti.  Við hin höfum enn ekki spáð svona djúpt í hann Dóra, en þetta hljómar allavega vel.

 

Edda Kentish
Egill Þórðarson
Eygló Íris Oddsdóttir
Freyja Oddsteinsdóttir
Freyja copy

Hreinsitæknir/Tengdamóðir Atla

Bjáti eitthvað á er Freyja til staðar. Sækir vatn handa fótbrotnum, segir döprum brandara, lyftir andanum. Bara helvíti hress!

Guðmundur S. Maríusson
gsm

Fjármálastjóri
gsm@islenska.is

Fjármálastjóri/fjallagarpur.   Kilimanjaro + Ársreikningar + Elbrus + Skattaskýrslur + Aconcaugua + Uppgjör +  Mont Kosciuscko + Vinnuseðlar  = GSM = Lúðrar borga ekki reikninga.

Guðrún Guðmundsdóttir
Guðrún Norðfjörð
Guðrún Rós Maríusdóttir
Gunnar Sigmundsson
Gunni

Prentsmiðjun/Bestur
gunnar.sigmundsson@islenska.is

Sigmundsson er hjálparsveit í einum manni. Samskiptamiðstöð við prentara, uppspretta fróunar fyrir starfsmenn með pappírsblæti, skotmaður góður og andlegur leiðtogi starfsmanna.

Hamingja


Ljósmyndir

Gunnþórunn Geirsdóttir
Gunnthorunn

Matráðskona
gunnthorunn@islenska.is

Ég vinn við það að elda mat hjá Íslensku.  Í hádeginu fyllist matsalurinn af svöngum og lystugum listamönnum sem gera matnum góð skil.

Ég er svo heppin að eiga stóra fjölskyldu sem samanstendur af okkur hjónunum, fimm börnum og þremur barnabörnum og fjórða á leiðinni. Það skemmtilegasta sem ég geri er að spila golf á góðum degi og ekki skemmir að fara í golfferð suður á bóginn og spila golf í 7 daga í sól og hita með skemmtilegu fólki, setjast svo niður á kvöldin og borða ljúffengan mat sem skolað er niður með yndislegu rauðvíni.

Ég er í matarklúbb,  hef gaman af að hlusta á góða tónlist og fara á tónleika, sjá flott leikrit eða góða bíómynd.  Ég hef áhuga á fótbolta og fylgist aðallega með hverfaliðinu mínu Fjölni.

Hafsteinn Alexandersson
Heimir Jónasson
Heimir copy

Markaðsráðgjafi
heimirj@islenska.is

Valsari, kúreki, Dale-ari og 1/3 Bæjari.  „München, i mog di!“  Samt var ég ráðinn á stofuna.  Kannski af því ég er að vestan.  Það er hörð skurn á þeim sem eru að vestan.  Svo er það mýktin í kjarnanum.  Linsoðinn.  Samt ekki.


facebook
twitter

Helga Óskarsdóttir
Helga_lit

Skrifstofustjóri/Gjaldkeri
helga@islenska.is

Helga er skrifstofustjóri og gjaldkeri hér á Íslensku. Tvíburamamma heima fyrir. Verkefnalistinn er langur og því eins gott að enginn skuli komast hraðar yfir en Helga.  Bókstaflega. Gönguhraði hennar er þjóðsagnakenndur. Helga afgreiðir hlutina strax og alltaf með bros á vör og tólf sinnum á ári gleður hún okkur hin með spikfeitu launaumslagi.

Hjalti Jónsson
Hjalti 450 lit

Framkvæmdastjóri
hjalti@islenska.is

Það er fátt, kannski ekkert sem setur Hjalta Jónsson út af laginu. Hvort sem það má þakka skoska McLean blóðinu sem vellur um æðar hans eða tengingunni við jörðina á ættaróðalinu í Biskupstungum. Þótt himinn og jörð væru að farast myndi Hjalti ráða við stöðuna og koma henni undir kontról. Hjalti er annar tveggja framkvæmdastjóra og aðaleigenda Íslensku, menntaður í Northwestern háskóla í nágrenni Chicago og vel sjóaður í flestöllum þáttum íslensks viðskiptalífs. Við hin hlökkum mikið til dagsins þegar hann mætir í vinnuna í skotapilsi!

“Nei er ekki til í okkar orðabók…bara mismunandi já.”
Ingvi Örn Þorsteinsson
Jón Jóhann Þórðarson
Jón Örn Þorsteinsson
Jónas Ólafsson
Jonas-Olafs_Lit

Stofnandi
jonaso@islenska.is

Jónas Ólafsson stofnaði Íslensku ásamt Ólafi Inga fyrir tuttugu og sjö árum. Þótt hann hafi getið sér gott orð fyrir útsjónarsemi og afburða markaðsráðgjöf í áratugi verður hann samt ávallt þekktastur fyrir að vera upphafsmaður Jónasarborðans, sem er fyrir löngu orðin klassískt fyrirbæri í auglýsingahönnun um heim allan. (Sjá dæmi)

Jónas Unnarsson
Kári Sævarsson
Kjartan Hallur Grétarsson
Kjartan

Creative/Copy
kjartan@islenska.is

„Kvæðið er um pennann. —
Hann páraði það sjálfur.
Og stundum er hann fullur
og stundum er hann hálfur,
og stundum er hann tómur
og getur ekki skrifað.
Ég þekki þetta sjálfur. —“

(Kvæðið um pennann eftir Tómas Guðmundsson)

kjartanhallur.tumblr.com

Klara Karlsdóttir
Klara

Hönnuður
klara@islenska.is

“Yes, We have a soul. But it’s made of lots of tiny robots”. — Giulio Gioreli

Kristján Schram
Magnús Magnússon
mm_profile_Lit

Online media marketing consultant
maggi@islenska.is

Internetið er bóla #njótumámeðanendist

Ólafur Gísli Hilmarsson
Oli Hill 450 lit

Markaðsráðgjafi
olihill@islenska.is

Óli Hill er þekktur á golfvöllum landsins sem rauðklæddi gaurinn sem rembist ekki við að þrusa upphafshöggum. Snillingur í stutta spilinu og púttar vel, klárar dæmið og vinnur yfirleitt. Óli heldur líka með viðskiptavinum sínum, tekur alltaf Strætó í vinnuna, flýgur norður með Flugfélagi Íslands og drekkur ósköpin öll af Hleðslu.  Hann er Akureyringur eins og þeir gerast bestir.

Ólafur Ingi Ólafsson
Oli ingi

Stofnandi
olingi@islenska.is

Að vera eða vera ekki hugsandi vera. Það er spurningin.

Ragna Sæmundsdóttir
Ragnar Jónsson
raggi2

Creative/Copy
ragnar@islenska.is

Besta leiðin til að fá gott tan er að diffra sin í cos

Sigríður Ása Júlíusdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
Sigga

Móttaka
mottaka@islenska.is

Hljómþýð rödd Siggu hefur sagt “Íslenska, góðan daginn” oftar en nokkur annar jarðarbúi. Hlýja hennar og gestrisni eru vafalaust eitt af því sem hefur valdið því að viðskiptavinir íslensku fara helst hvergi neitt annað. Það er nú bara þannig.

Steinn Steinsson
Steinþór Jenni Sigurðsson
Sigtryggur Magnason
Sólveig Kristjana Jónsdóttir
Solla_Lit

Digital designer
solveig@islenska.is

Sólveig kann bæði að veiða á sandölum og búa til vefbannera. Það er list sem er ekki öllum gefin. Hún er einnig ein ötulasti talsmaður sódavatns norðan Alpafjalla og sér til þess að skrifstofan sé vel nestuð af bæði ópal og tyggjói.

Wilfried Bullerjahn
W.Bullerjahn

Hönnuður
willi@islenska.is

Ef þú sérð herramann með slaufu hjóla hnarreistann niður Laugaveginn er öruggt að það er Willi. Willi hefur lagt Íslensku lið lengur en nokkur annar.  Hóf meira að segja störf áður en stofan. Willi innleiddi þýska nákvæmni í grafíska hönnun á Íslandi og má áætla að flestir íslendingar hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir áhrifum af einhverjum af verkum Willa.