Arion banki

Herferðir

Þarfir okkar eru ólíkar. Það sem einum þykir eftirsóknarvert í lífinu er það síðasta sem annar getur hugsað sér. Í herferðinni „Hvað skiptir þig máli?“ sem Íslenska gerði fyrir Arion banka vorið 2010 er lögð áhersla á að sýna að við erum öll ólík og að þegar allt kemur til alls þá spyrjum við hvern og einn viðskiptavin bankans: Hvað skiptir þig máli?