Arion banki

Prent, Sjónvarp

Það eru ekki allir námsmenn eins og mismunandi hvað þeim er hugleikið. Steindi Jr. sýnir það á kíminn hátt með því að bregða sér í gervi hinnu ýmsu námsmanna. Allt frá guðfræðinema sem á í sérstöku sambandi við æðri máttarvöld til verkfræðings sem á í sérstöku sambandi við sjálfan sig eftir að hafa fundið upp klónunarvél.

Auglýsingarnar minna okkur á að þrátt fyrir margbreytileika okkar þurfum við flest á aðstoð að halda með fjármálin meðan á námi stendur. Þar kemur Námsmannaþjónusta Arion banka til sögunnar. Þjónusta sem hentar fyrir alla námsmenn, sama hvaða nám þeir stunda.