Better Place

Digital

Hækkandi olíuverð og loftslagsbreytingar þrýsta æ fastar á að við breytum því hvernig við ferðumst á milli. Rafbílar eru lausnin fyrir suma. En hver nennir að hanga tímunum saman og bíða eftir því að hlaða rafhlöðu til að komast aðeins lengra áfram.  Better place hefur lausnina. Það er engin ástæða til að hlaða á geyminn — rafhlaðan bíður eftir þér á næstu bensín… ö rafhlöðustöð, fullhlaðin og þú getur súmmað áfram áhyggjulaus.  Íslenska gerði þetta myndband fyrir better place til að gefa starfsmönnum og fjárfestum skýra framtíðarsýn.