DAS

Herferðir

Íbúar Hrafnistu eru ömmur okkar eða afar, foreldrar okkar, systur, bræður, frændur eða frænkur. Allir þekkja einhvern sem hefur fengið aðstoð Hrafnistu í gegnum tíðina. Þess vegna var verkefnið sérlega mikilvægt. Málefnið stendur okkur öllum nærri.

Eftir að hafa rætt við fólkið sem nýtur góðs af happdrætti DAS kom í ljós að þar er á ferðinni eitthvað það ánægðasta og lífsglaðasta fólk sem fyrirfinnst á landinu. Og þau þökkuðu góðum híbýlum, góðri þjónustu og góðu starfsfólki fyrir hversu vel þeim leið. Það eru allt hlutir sem happdrætti DAS gerir Hrafnistu kleift að bjóða gestum sínum upp á. Með þakklæti og lífsgleði að leiðarljósi var ákveðið að fá vistmenn og kór aldraðra til að syngja saman lagstúf sem kom þessum skilaboðum skýrt til skila.

Ómar Ragnarsson kom fram í sinni fyrstu sjónvarpsauglýsingu og samdi nýjan texta við lagið Lax, Lax, Lax, lag sem hann gerði einmitt textann fyrir um miðbik síðustu aldar.