Flugfélag Íslands

Herferðir

Í gegnum tíðina hafa auglýsingar sem byggðar eru á stefjum reynst þær sem sitja hvað lengst í minninu. Hver man ekki eftir Ljómanum sem Ríó Tríó söng um að væri svo ljómandi góður? Margir raula lítið stef þegar þeir hringja eftir leigubíl frá Hreyfli. Við hjá Íslensku fengum það skemmtilega verkefni að búa til auglýsingaherferð fyrir Flugfélag Íslands. Markmiðið var að létta og yngja ímynd félagsins. Þungamiðja herferðarinnar er útvarpið, vannýttur auglýsingamiðill á Íslandi. Með aragrúa lítilla stefja um áfangastaði og tilboð vekjum við athygli á hentugum ferðamáta innanlands og hvetjum landsmenn til að skemmta sér. Auglýsingar í sjónvarpi, prenti, vefborðum og samskiptamiðlum feta svo með leikgleði og kæti í fótspor útvarpsins.

bollar

bæklingur merkispjald beaklingur 2