Icelandair

Herferðir

Áfangastaðir Icelandair hafa mörg sérkenni sem Íslendingar tengja við. Mörg af þessum sérkennum laða fram hugsanir um borgirnar og kveikja í fólki löngun til að heimsækja þær.

Í borgarherferð Icelandair 2012 eru þessi sérkenni tekin og sett inn í íslenskan veruleika. Eins og svartur leigubíll frá London akandi Lækjargötuna, neðanjarðarlestarstöð frá New York í Bankastræti og skilti frá Orlando sem varar þig á krókódílum við Reykjarvíkurtjörn svo dæmi séu tekin. Þannig færðum við áfangastaði Icelandair inn í líf Íslendinga og gerðum hugmyndina um þá ljóslifandi í hugum fólks.