IKEA

Sjónvarp

Hvernig er hægt að koma því til skila á stuttum tíma að lítið rými þurfi ekki að þýða lítið pláss? IKEA vildi koma þeim boðskap á framfæri. Lausnin lá í að finna lítið hús á höfuðborgarsvæðinu og stækka það að innan með hjálp hugmyndateymis IKEA. Í ljós kom að með góðum hugmyndum er í alvöru hægt að stækka lítið rými svo um munar.