Inspired by Iceland

Herferðir

Haustið 2011 hófst annar hluti í Inspired by Iceland með nýrri herferð þar sem Íslendingar buðu heim. Eins og áður voru vefur og samfélagsmiðlar undirstaða herferðarinnar auk prentauglýsinga. Á Íslandi var auglýst eftir Íslendingum sem vildu bjóða erlendum ferðamönnum upp á upplifun. Hvort sem það var forseti Íslands sem bauð í pönnukökuveislu á Bessastöðum eða borgarstjóri sem bauð í sushi í Höfða; ísbíltúr, gönguferðir, matarboð, réttarferð voru brot af þeim skemmtilegu viðburðum sem Íslendingar buðu gestum sínum til um allt land. Markmið herferðarinnar var að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað utan hefðbundins ferðatímabils.