Já 118

Digital

Rándýrir búningar, ógrynni aukaleikara, dansar, söngvar, tónlist. Var þetta ekki dýrt spaug? Nei, hugmyndapennar Íslensku áttuðu sig á því að augnakonfektið sem boðið er upp á í Bollywood-kvikmyndum Indlands hentar til að grípa athygli áhorfenda. Með því að kaupa réttinn að stuttum senum og setja í nýtt samhengi urðu til Bollywood-auglýsingar sem koma skýrt á framfæri hvernig maður aflar sér upplýsinga um fólk og fyrirtæki.