Mjólkursamsalan

Sjónvarp

Vinsælasti brauðosturinn á borðum landsmanna var í áratugi kenndur við hollenska héraðið Gouda. En þegar Mjólkursamsalan ákvað að tímabært væri að gefa ostinum íslenskt nafn þá lá beinast við að fá Íslensku til verksins. Fyrir valinu varð nafnið Góðostur, kjarngott og lýsandi nafn á osti sem unninn er úr norðlenskri mjólk.

Til að kynna nýtt nafn og nýjar umbúðir var osturinn settur í samhengi við eitt og annað íslenskt, þjóðlega sérvisku sem okkur þykir flestum vænt um. Þegar allt kemur til alls þá er fátt jafn íslenskt og brauð með osti, nema kannski enski boltinn.