Pinnið á minnið

Herferðir

Verkefnið Pinnið á minnið er verkefni um notkun greiðslukorta með örgjörva á Íslandi. Posinn snýr þá að korthafanum sem staðfestir greiðsluna með pinni í stað undirskriftar, líkt og víða erlendis.

Ávinningur af breytingunni er aukið öryggi fyrir korthafa og fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum. Með þessari breytingu mæta íslenskir markaðsaðilar kröfum alþjóðlegu kortafyrirtækjanna um öryggisráðstafanir sem innleiddar eru um allan heim til að sporna við fjársvikum skipulagðra glæpasamtaka.

Íslenska sá um hönnun á öllu efni og framleiddi sjónvarps og útvarpsauglýsingar til að kynna verkefnið.