Tal

Annað

Sumarstafið á ekki bara að snúast um launin heldur líka um reynslu og að læra eitthvað nýtt. Hugmyndin bak við Talherinn var að bjóða atvinnulausu fólki á aldrinum 18–22 ára sumarstarf við að selja Tal-pakka með sjónvarpi, neti, heimasíma og GSM-þjónustu.

Krakkarnir þurftu viðeigandi faratæki með einkennisbúningum Talhersins.  Leigð var tveggja hæða illa lamin gömul rúta og var gamla bjálknum breytt í skriðdreka.

Verkefnið varð að vera ævintýralegt og skemmtilegt. Því var byrjað á að fara í vinnubúðir út fyrir borgina til að stofna söluher. Þar var markvisst unnið með sjálfsöryggi, mannleg samskipti og sölutækni undir stjórn Dale Carnegie.Talherinn gerði appelsínugula innrás inn í hvert hverfið í Reykjavík á fætur öðru. Eftir snörp átök fengu fjölmargir borgarbúar frelsi frá gömlu harðstjórunum sínum og Tal setti hvert sölumetið á fætur öðru.