Vörður

Herferðir

Hvað gerist þegar þú tekur allt sem þú átt, verðmætin í lífi þínu, ekki bara stóru hlutina heldur líka þá litlu, verðmætin sem leynast í skápum, skúffum, geymslunni, allt það sem getur horfið úr lífi okkar þegar við verðum fyrir óvæntum áföllum. Ertu viss um að tryggingarnar þínar veiti nægilega vernd? Flestir svara þessari spurningu neitandi. Í nýrri auglýsingaherferð fyrir Vörð tryggingafélag viljum við vekja fólk til umhugsunar um verðmætin í lífi þess. Staðreyndin er að í gegnum árin byggjum við upp heimili utan um líf okkar en vegna amsturs hversdagslífsins gerum við okkur oft ekki grein fyrir verðmæti þess sem er í kringum okkur í daglegu lífi – ekki fyrr en eitthvað kemur upp á. Í stað þess að tala bara um þessi verðmæti í klisjukendum frösum eins og tryggingafélögum hættir til drögum við þau fram í dagsljósið á áhrifamikinn hátt þannig að fólk sjái heildarmyndina og geri sér betur grein fyrir því hvað það á í raun og veru.